top of page

Ég reyni að sefa hugann
Lægja á storminum
Sem geysar innra með mér
Og friða öfl
Sem vilja með mig fljóta niður á
Til heljar

 

Andvaka
Andvaka í nótt
Kannski á morgun
Verð rótt

 

Stundarglasið drýgir sandinn
Tíminn er tifandi lyf
Plástrar tjasla saman sárin
Og sýkna sýkt
Sem vill mína sál eitra
Á ný - á ný

 

Andvaka
Andvaka í nótt
Kannski á morgun
Verð rótt

 

Hví getur hugur minn
Ey sofið um sinn – fundið friðinn
Hví getur hugur minn
Ey sofið um sinn – fundið frið

 

Andvaka
Andvaka í nótt
Kannski á morgun
Verð rótt

bottom of page