top of page

Þú komst í þennan heim
Ég var ein af þeim
Sem lífsins tilgang fann
Allt sem ég nú ann
Það ert þú – Það ert þú

 

Að fylgja þinni sál
Er mér nú hjartans mál
Standa hér í stað
Hvað sem amar að
Það er ég – Það er ég

 

Við göngum hönd í hönd
Við örkum lönd og strönd
Saman tvö
Til æviloka er
Hugur minn hjá þér
Treystu því

 

Opnar augu mín
Sýnir hvar sólin skín
Snertir hjartað mitt
Gefur mér svo þitt
Skilyrðislaust

 

Mesta gersemin
Litla besta skinn
Sem brosir út í geim
Gott að fá þig heim
Ástin mín – gullið mitt

 

Við göngum hönd í hönd
Við örkum lönd og strönd
Saman tvö
Til æviloka er
Hugur minn hjá þér
Treystu því

bottom of page