top of page
Þegar að tíminn hafði tekið sinn toll
Var ég einn í veislu – í neyslu
Partíið löngu búið
Geng ég einn – einn yfir eyðimörk
Geng ég einn – einn út að endimörk
Geng ég einn – án þín
Það rann upp fyrir mér að fyrir þér
Væri ég vonlaust tilfelli – tilefni
Að gefast upp og brjóta hlekki
Geng ég einn – einn yfir eyðimörk
Geng ég einn – einn út að endimörk
Geng ég einn – án þín
Ég finn nú mína leið
Hún er björt og greið
Fer í rétta átt
Það er svo mikilvægt að finna sig
Í faðmi æðri máttar – í sátt þar
Lifandi – einn dag í einu
Geng ég einn – einn yfir eyðimörk
Geng ég einn – einn út að endimörk
Geng ég einn – án þín
Ég finn nú mína leið
Hún er björt og greið
Fer í rétta átt
bottom of page