top of page

Segðu mér hvað er að
Hvaða fregnir berðu
Segðu mér
Hví er angist hér

 

Lífið lék þig grátt
Á björtum degi
Hvað er það
Hver er lexían

 

Mun ey gleyma
Mun þig geyma
Mun þín sakna
Þú munt aldrei vakna

 

Tími okkar runninn er
Elsku vinur
Lífsakkeri losnar hér
Þú siglir handan hafs

 

Söknuður situr hjá mér

Vill ekki hverfa
Sýnir mér farinn veg
Ég lít til framtíðar

 

Mun ey gleyma
Mun þig geyma
Mun þín sakna
Þú munt aldrei vakna
Mun ey gleyma
Mun þig geyma
Mun þín sakna
Þú munt aldrei vakna

bottom of page