UNNIÐ Í NÝJU EFNI
Þó svo Paunkholm hafi ekkert fylgt nýju plötunni eftir er hann byrjaður að semja nýtt efni. Það er svo sem lítið annað hægt að gera fyrir tónlistarmann þegar ekki má koma fram. Eitthvað af nýja efninu gæti ratað á útgáfur annarra listamanna.
PLÖTUDÓMUR
Paunkholm gaf út fyrstu plötu sína, Kaflaskil, árið 2017 og þessi samnefnda plata kemur í kjölfarið. Paunkholm er listrænt einyrkjanafn Franz Gunnarssonar, sem hefur marga fjöruna sopið í íslenskum tónlistarbransa og Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn. Smelltu HÉR til að lesa.
PLÖTURÝNI
Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir ásamt Lovísu Rut Kristjánsdóttur rýndu í plötuna á Rás 2. Rýnin hefst á mínútu 01:08:15. Smellið HÉR til að hlusta.
PLATA VIKUNNAR
Önnur sólóplata Franz Gunnarssonar sem hann vinnur undir hliðarsjálfinu Paunkholm hefur litið dagsins ljós. Platan er samnefnd listamanninum og hefur verið í vinnslu allt frá því COVID-19 gerði strandhögg hérlendis og hrakti margt tónlistarfólk inn í hljóðver. Smelltu HÉR til að hlusta á þáttinn.
STREYMISTÓNLEIKAR
Paunkholm kom fram á Hard Rock Café föstudaginn 22. janúar – ásamt sérstökum gesti Kristófer Jensson!
Hard Rock Café Reykjavík var einn af þeim stöðum sem fékk streymisstyrk frá Reykjavíkurborg. Sjáðu streymið með því að smella HÉR.
ROKKLAND MÆLIR MEÐ
Lagalisti Rokklands - janúar 2021 - GLEÐILEGT ÁR!
Ný músík með t.d. Axel Flóvent, Eivør, Laura Marling, Kristin Sesselja, Margrét Eir, That Brunette, Ólafur Arnalds, Nubya Garcia, Paunkholm, Sváfnir Sigurðarson, Paul Weller, Stina Missnasti Agustsdottir, Fleet Foxes og Phoebe Bridger. Eins gott og besta bóluefni. Þið fylgið listanum með því að smella HÉR og velja græna hjartað...
HUGLEIKUR
Paunkholm fékk þessa frábæru jólagjöf frá kærri vinkonu. Það er sjálfur Hugleikur Dagsson sem teiknaði myndina.
PLÖTUDÓMUR
Pólska vefritið Stacja Islandia rýndi í plötuna og gaf henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Ef þú skilur pólsku getur þú lesið dóminn með því að smella HÉR.
VINSÆLDARLISTI
Lagið "Við fundum stað" rataði inn á topp 30 á vinsældarlista Rásar 2 í umsjón Lovísu Rutar. Því ber að fagna. Fylgstu með vinsældarlistum Rásar 2 með því að smella HÉR.
Útgáfutónleikar
Þá er loksins komið að því, útgáfutónleikarnir verða haldnir sunnudagskvöldið 22. október kl.21:00 í Norræna húsinu. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu hjá Tix.is. Nánari upplýsingar eru að finna HÉR.
Allir tónleikagestir fá gefins plötuna á vínyl og stafrænu formi.
Paunkholm spilar á Iceland Airwaves
Paunkholm mun koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni og verður það væntanlega síðasta framkoman á þessu ári. Þessi frétt mun uppfærast um stund og stað um leið og það má greina frá því.
Paunkholm live í Stúdíó 12
Paunkholm mætti í Stúdíó 12 á Rás 2 og tók nokkur lög í beinni útsendingu í Popplandinu. Framkoman hefst á 1:48:00
25. júní 2017
Blaðamaður Morgunblaðsins tók Paunkholm tali á dögunum og fræddist um Kaflaskil. Lestu greinina með því að smella HÉR
10. júní 2017
Miðillinn Fjarðarpósturinn kynnti Hafnarfjarðar vínkilinn á Paunkholm sem er merkilega mikill þrátt fyrir að Paunkholm sé Reykvíkingur. Hægt er að fræðast meira með því að smella HÉR
4. júní 2017
Vefritið Rok birti á dögunum lista yfir Íslenskar útgáfur ársins 2017 fram til og með 17. júní og að sjálfsögðu var Kaflaskil þess á meðal. Þú getur skoðað listann með því að smella HÉR
14. maí 2017
Vínilplatan
Vínylplatan er nú komin í sölu hjá, Smekkleysu plötubúð, Lucky Records, 12 tónum, Hljómsýn og Reykjavík Record Shop. Einnig er hægt að versla hana beint af Paunkholm (paunkholm@gmail.com) og fá hana áritaða. Með plötunni fylgir textablað og niðurhalskóði.
11. maí 2017
Secret Solstice
Paunkholm hefur verið staðfestur sem atriði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice festival sem fer fram 15- 18 júní í Laugardalnum. Nánari upplýsingar um hvenær Paunkholm mun koma fram og í hvaða formi verður kynnt hér á næstunni. Önnur atriði á Secret Solstice eru t.d. Foo Fighters, The Prodigy og Richard Ashcroft.
26. apríl 2017
Hátíðarfundur SÁÁ
Paunkholm kom fram á hátíðarfundi AA samtakanna á Íslandi í Laugardalshöll á föstudaginn langa. Um var að ræða fyrstu lifandi framkomu Paunkholm og voru leikin 3 lög af plötunni sem öll eiga sameiginlegt að tengjast AA starfinu á einn eða annan hátt. Ef þú heldur að þú eigir við áfengis eða vímuefnavanda að stríða þá getur þú leitað til samtakanna sem taka vel á móti þér.
1. maí 2017
Piknik
Paunkholm mun koma fram á Piknik, tónleikaröð á vegum Norræna hússins sem haldin verður alla sunnudaga í sumar í gróðurhúsinu. Paunkholm mun koma fram 9. Júlí milli kl: 15 -16 og verða tónleikarnir órafmagnaðir.
Kaflaskil komin á internetið
Hægt er að nálgast plötuna á eftirfarandi miðlum: Tonlist.is, Spotify, Itunes, Amazon, Google Play, Pandora, 8Tracks, Shazam, Apple Music, Tidal, Youtube Music, Groove Music, Napster, iHeart Radio, eMusic, Medianet, Tradebit, Slacker, 24-7, 7digital, Deezer, Guvera, Boinc, GreatIndieMusic, Rara, Yandex.Music, InProduction, Kdigital, Saavn, AWA, Claro música, Kuack.
Paunkholm á Twitter
Paunkholm er mættur á Twitter. Þar munu samskipti fara fram á ensku.
Dallas studios
Paunkholm mætti í Dallas Studios til að athuga hvort „Test pressan“ frá vínyl verksmiðjunni væri í lagi. Haffi Tempó, tónjafnari plötunnar gekk vasklega til verks og greindi villur í pressunni sem verksmiðjan þarf að lagfæra áður en framleiðslan hefst.
Rás 2
Arnar Eggert Thoroddsen og Andrea Jónsdóttir rýndu í kaflaskil á Rás 2. Niðurlag rýninnar er á þessa leið „Heildarmyndin er þó meira og minna í takt við fyrsta lagið, rennslið er eitthvað svo öruggt og dægiljúft og ég vil túlka það sem einhvers konar tónsetningu á innra lífi höfundar um þessar mundir. Einlægt, látlaust og heiðarlegt verk sem höfundur getur verið stoltur af.“
Kaflaskil var Plata vikunnar á Rás 2. Paunkholm mætti í hljóðver hjá RUV og sagði frá lögunum. Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlekkinn.
Stígamót
Paunkholm lagði landsöfnun stígamóta undir heitinu „Styttum svartnættið“ lið með því að leggja Stígamóttil lagið Segðu frá. Paunkholm flutti lagið í beinni útsendingu á Stöð 2.
Rokmusic
Paunkholm var boðaður í viðtal hjá Rokmusic.
Einn dag í einu
Fyrsta lagið frá Paunkholm ber heitið „Einn dag í einu“