Útgáfutónleikar

Þá er loksins komið að því, útgáfutónleikarnir verða haldnir sunnudagskvöldið 22. október kl.21:00 í Norræna húsinu. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu hjá Tix.is. Nánari upplýsingar eru að finna HÉR.

Allir tónleikagestir fá gefins plötuna á vínyl og stafrænu formi.

Paunkholm spilar á Iceland Airwaves

 

Paunkholm mun koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni og verður það væntanlega síðasta framkoman á þessu ári. Þessi frétt mun uppfærast um stund og stað um leið og það má greina frá því.

Paunkholm live í Stúdíó 12

 

Paunkholm mætti í Stúdíó 12 á Rás 2 og tók nokkur lög í beinni útsendingu í Popplandinu. Framkoman hefst á 1:48:00

25. júní 2017
Blaðamaður Morgunblaðsins tók Paunkholm tali á dögunum og fræddist um Kaflaskil. Lestu greinina með því að smella HÉR
10. júní 2017
Miðillinn Fjarðarpósturinn kynnti Hafnarfjarðar vínkilinn á Paunkholm sem er merkilega mikill þrátt fyrir að Paunkholm sé Reykvíkingur. Hægt er að fræðast meira með því að smella HÉR
4. júní 2017
Vefritið Rok birti á dögunum lista yfir Íslenskar útgáfur ársins 2017 fram til og með 17. júní og að sjálfsögðu var Kaflaskil þess á meðal. Þú getur skoðað listann með því að smella HÉR
14. maí 2017
Vínilplatan


Vínylplatan er nú komin í sölu hjá, Smekkleysu plötubúð, Lucky Records, 12 tónum, Hljómsýn og Reykjavík Record Shop. Einnig er hægt að versla hana beint af Paunkholm (paunkholm@gmail.com) og fá hana áritaða. Með plötunni fylgir textablað og niðurhalskóði. 

11. maí 2017
Secret Solstice
 

Paunkholm hefur verið staðfestur sem atriði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice festival sem fer fram 15- 18 júní í Laugardalnum. Nánari upplýsingar um hvenær Paunkholm mun koma fram og í hvaða formi verður kynnt hér á næstunni. Önnur atriði á Secret Solstice eru t.d. Foo Fighters, The Prodigy og Richard Ashcroft.

26. apríl 2017
Hátíðarfundur SÁÁ

Paunkholm kom fram á hátíðarfundi AA samtakanna á Íslandi í Laugardalshöll á föstudaginn langa. Um var að ræða fyrstu lifandi framkomu Paunkholm og voru leikin 3 lög af plötunni sem öll eiga sameiginlegt að tengjast AA starfinu á einn eða annan hátt. Ef þú heldur að þú eigir við áfengis eða vímuefnavanda að stríða þá getur þú leitað til samtakanna sem taka vel á móti þér.

1. maí 2017
Piknik


Paunkholm mun koma fram á Piknik, tónleikaröð á vegum Norræna hússins sem haldin verður alla sunnudaga í sumar í gróðurhúsinu. Paunkholm mun koma fram 9. Júlí milli kl: 15 -16 og verða tónleikarnir órafmagnaðir.

Kaflaskil komin á internetið
 

Hægt er að nálgast plötuna á eftirfarandi miðlum: Tonlist.is, Spotify, Itunes, Amazon, Google Play, Pandora, 8Tracks, Shazam, Apple Music, Tidal, Youtube Music, Groove Music, Napster, iHeart Radio, eMusic, Medianet, Tradebit, Slacker, 24-7, 7digital, Deezer, Guvera, Boinc, GreatIndieMusic, Rara, Yandex.Music, InProduction, Kdigital, Saavn, AWA, Claro música, Kuack.

Paunkholm á Twitter

Paunkholm er mættur á Twitter. Þar munu samskipti fara fram á ensku.

Dallas studios

Paunkholm mætti í Dallas Studios til að athuga hvort „Test pressan“ frá vínyl verksmiðjunni væri í lagi. Haffi Tempó, tónjafnari plötunnar gekk vasklega til verks og greindi villur í pressunni sem verksmiðjan þarf að lagfæra áður en framleiðslan hefst.

Rás 2

Arnar Eggert Thoroddsen og Andrea Jónsdóttir rýndu í kaflaskil á Rás 2. Niðurlag rýninnar er á þessa leið „Heildarmyndin er þó meira og minna í takt við fyrsta lagið, rennslið er eitthvað svo öruggt og dægiljúft og ég vil túlka það sem einhvers konar tónsetningu á innra lífi höfundar um þessar mundir. Einlægt, látlaust og heiðarlegt verk sem höfundur getur verið stoltur af.“


Kaflaskil var Plata vikunnar á Rás 2. Paunkholm mætti í hljóðver hjá RUV og sagði frá lögunum. Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlekkinn.

Stígamót
 

Paunkholm lagði landsöfnun stígamóta undir heitinu „Styttum svartnættið“ lið með því að leggja Stígamóttil lagið Segðu frá. Paunkholm flutti lagið í beinni útsendingu á Stöð 2.

Rokmusic
 

Paunkholm var boðaður í viðtal hjá Rokmusic

Einn dag í einu
 

Fyrsta lagið frá Paunkholm ber heitið „Einn dag í einu

Please reload

  • Grey Facebook Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Instagram Icon