top of page

Ef ég læðist út í kvöld
Leyfi nótt að taka öll völd
Í algleymi – dansa ég við norðurljósin

 

Ég mæti þér og hjartað slær
Taktinn stígum fagra mær
Í tunglskyni – vönguðum við himnatjalsins yl

 

Í nótt – tendruðum við bál
Í nótt – sameinuð ein sál
Nú er allt breytt

 

Sólin rís hún fer á braut
Ég er týndur í töfra þraut
Í álfheimi – lokkaður af prinsessunni
Í nótt – tendruðum við bál
Í nótt – sameinuð ein sál
Í nótt – tældir þú með þrá
Í nótt – Gaf ég líf mitt frá
Mun aldrei minn heim sjá

bottom of page