top of page

Svo endalausir gráir dagar
Stundum samviskan mig nagar
Hví er ólukkan að elta mig
Allt er svo svart og kuldamálað
Geri ekkert rétt og allt er brjálað
Skjótið mér inn í svartholið

 

HANN
Ég heyri í þér – en skugga ber
Og á mér nú – hef enga trú
Ég heyri í þér - en skugga ber
Og á mér nú – hef enga trú
Enginn sigurvegari

 

HÚN
Hættu nú elsku vinur minn að væla
Stoppaðu við og reyndu hug að kæla
Ekkert er gagn í því að sitja og gráta
Satttu frekar upp og reyndu heim að máta eins og sigurvegari

 

Ekki gefast upp allt mun ganga þér í hag
Eftir dimma nótt sérðu bjartan dag
Allt mun enda vel ef þú bara treystir því
Lífið það mun alltaf verða þér í hag

 

Ef ég hætti að bölva og ragna
og glaður smáum sigrum fagna
víkur burt frá mér vonleysið
kannski á ég framtíð bjarta
stika áfram, hætti að kvarta
og geng nú ákveðinn sigurslóð

 

HANN
Ég heyri í þér – og hlusta fer
Ég sé það nú - ég á von og trú
Ég heyri í þér – og hlusta fer
Ég sé það nú ég á von og trú – eins og sigurvegari

 

HÚN
Hættu nú elsku vinur minn að væla
Stoppaðu við og reyndu hug að kæla
Ekkert er gagn í því að sitja og gráta
Satttu frekar upp og reyndu heim að máta eins og sigurvegari

 

Ekki gefast upp allt mun ganga þér í hag
Eftir dimma nótt sérðu bjartan dag
Allt mun enda vel ef þú bara treystir því
Lífið það mun alltaf verða þér í hag
Ég mun telja þér hughvarf – ég mun telja þér hughvarf

bottom of page