top of page

Ég fann þig leitandi
Bakvið brosið falið
Svo óstjórnlega heillandi

 

Kenndir mér hvað er að þrá
Sýndir mér hvað ekki má
Tilbrigði við sömu söguna

 

Smelltir koss á kinn
Hvíslaðir í eyra
Hjartað tók að slá á ný

 

Kenndir mér hvað er að þrá

Sýndir mér hvað ekki má
Tilbrigði við sömu söguna

 

Ég býð mig fram
Að vera hann
Sem þú getur treyst
Bros þitt endurreist og veitt þér frið
Snúum aftur við og endum eitt

 

Ég finn mig fyrir þér
Fálma út í loftið
En þú ert horfin sjónum mér

 

Kenndir mér hvað er að þrá
Sýndir mér allt sem ey má
Tilbrigði við sömu söguna

 

Ég býð mig fram
Að vera hann
Sem þú getur treyst
Bros þitt endurreist og veitt þér frið
Snúum aftur við og endum eitt

bottom of page