top of page

Ég ákvað - að leggja af stað

í óvissu ferð - ævintýraþráin ákallar

 

ég seldi allt - og sagði bless
en þig ég bað - að koma með en þú ei ansaðir

nú ég bruna þjóðvegi

sigli um höfin sjö

flýg á milli heimsálfa

komdu með mér

 

ég sendi kort - og hringdi oft

En ekkert svar - hvað þarf til að ná að vekja þig

 

ég bruna þjóðvegi

sigli um höfin sjö

flýg á milli heimsálfa

hittu mig hér


ástin mín – ég bið þig

elskan – finndu mig
ástin mín – ég bið þig
komdu – ég sakna þín

 

svo einn dag - þá barst mér svar

þú sagðir já - værir nú á leið að finna mig

nú við brunum þjóðvegi

siglum höfin sjö

fljúgum á milli heimsálfa

ég og þú

 

við fundum stað – og settumst að

í paradís - eyðum saman ævikvöldinu

bottom of page