top of page

Hér og nú - veröldin í dag

ég og þú – ekki á sama stað

 

ég býð þér inn - í hugarheiminn minn

þú segir nei - rekur í mig fleyg

 

í hjartað – í hjartað

blæðir út – bindur endahnút

von er snauð – sólin er eldrauð

 

uppljóstrun - ástæðan ókunn

reyni því - að fanga þig á ný

 

ég býð þér inn - í hugarheiminn minn

þú segir nei - rekur í mig fleyg

 

í hjartað – í hjartað

blæðir út – bindur endahnút

von er snauð – sólin er eldrauð

 

þú segir mér - að ég sé þver

og við – búið spil

í örmum – hjá öðrum

hefur þú – fundið grið

 

þá og þar - veröldin sem var

horfinn er - áhuginn á mér

 

því ég bauð þér inn – í hugarheiminn minn

þú sagðir nei – rakst svo í mig fleyg

 

í hjartað – í hjartað

blæddi út – bast þinn endahnút

von er dauð – sólin var eldrauð

bottom of page