top of page
Þú læddist inn
lagðir álög á
mína veiku sál
nú er viljinn þinn
þú ræður hver ég er
þú stjórnar mér
ég á enga von
fjötrar hugans læsa mig í þitt tóm
og ég öskra á hjálp
enginn sér mig – enginn heyrir mitt óp
þú ert illskan grimm
ófreskja andskotans
í siðlausum trans
þú kvelur mig
pínir og potar í
undir svörtu skýi
ég á enga von
fjötrar hugans læsa mig í þitt tóm
og ég öskra á hjálp
enginn sér mig – enginn heyrir mitt óp
heyr minn vitnisburð
þetta eru hinstu orð
um mitt blóðuga morð
ég á enga von
fjötrar hugans læsa mig í þitt tóm
og ég öskra á hjálp
enginn sér mig – enginn heyrir mitt óp
bottom of page