top of page

Lengi vel þá var ég einn á báti

rak um hafsins mesta ólgusjó

það lá við að mín biði drukknun

björgin fann mig – í land mig dró – áður en ég dó

 

sú mildi fylgir því að feta sporin

í átt til betra lífs

fylgdu með og fáðu sénsinn aftur

tapar engu – treystu því

 

undir leiðsögn fann ég viljastyrkinn

til að bæta fyrir brotin mín

örvæntingin hleypir krafti í mig

knýr mig áfram – fallið flý – á ný

 

sú mildi fylgir því að feta sporin

í átt til betra lífs

fylgdu með og fáðu sénsinn aftur

tapar engu – treystu því

 

ég gef – líf mitt

á þitt – vald – máttur

læt – af stjórn

sú fórn – verð sáttur

mildi fylgir því að feta sporin

í átt til betra lífs

fylgdu með og fáðu sénsinn aftur

tapar engu – treystu því

bottom of page