top of page

Er ég heyrði fregnirnar

nötraði tilvist mín

þú varst tekin fyrir aldur fram

 

hvernig er sú lausn að sefa sorg

hvert er verkfærið

ertu tilbúinn að leiða mig

 

þú veist að ég finn til

á líkama og sál

svo illt – svo sárt að binda um hnútana

 

hví er almættið að kvelja okkur

hrifsa þig á brott

afhverju er lífið svona óréttlátt

 

þú áttir framtíðina fyrir þér

engillinn minn

nú ertu horfin handan lífsins lands

 

þú veist að ég finn til

á líkama og sál

svo illt – svo sárt að binda um hnútana

 

guð gef mér frið

ó þig ég bið – í nótt – í nótt

 

guð gef mér frið

ó þig ég bið – í nótt – í nótt

 

guð gef mér frið

ó þig ég bið – í nótt – í nótt

bottom of page