top of page

Ein lota enn - hún berst - fyrir lífi og limum

ein lota enn -hún berst – fyrir sér og sínum

 

segið mér – hví kerfið er

svo óréttlátt og vanhæft bákn

segið mér – hví hún þarf

að líða þessar barsmíðar

 

ein lota enn - hún verst - ofbeldismanni

ein lota enn - hún kvelst – á líkama og sál

 

segið mér – hví kerfið er

svo óréttlátt og vanhæft bákn

segið mér – hví hún þarf

að líða þessar barsmíðar

 

1 – 2 – 3 stattu upp

4 – 5 vertu grimm

1 – 2 – 3 stattu upp

4 – 5 vertu grimm - á ný

 

segið mér – hví kerfið er

svo óréttlátt og vanhæft bákn

segið mér – hví hún þarf

að líða þessar barsmíðar – í dag

bottom of page